Yngst á þessari öld til að komast í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 10:31 Skráði sig í sögubækurnar. EPA-EFE/YOAN VALAT Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul. Vegna ungs aldurs má Andreeva aðeins taka þátt í takmörkuðum fjölda móta á ári en hún er svo sannarlega að nýta tækifærið á hinum fornfræga velli Roland Garros sem staðsettur er í París. Youth taking over 💪Mirra Andreeva highlights our stat of the day by @Infosys! #RolandGarroswithInfosys #ExperiencetheNext pic.twitter.com/0M5b8w7BsC— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 Aryna Sabalenka frá Belarús var fórnarlamb rússneska undrabarnsins í átta manna úrslitum mótsins sem fram fóru í gær. Snemma í viðureigninni var ljóst að Sabalenka væri að glíma við einhverskonar meiðsli. „Ég átti mjög erfitt uppdráttar líkamlega. Ég hef verið veik síðustu daga með einhverskonar magavírus svo þetta hefur verið brekka,“ sagði Sabalenka að tapinu loknu. Andreeva, sem er í 38. sæti heimslistans, sýndi hins vegar enga miskunn og lagði Sabalenka, sem situr í 2. sæti listans, örugglega í þremur settum, 6-7 (5-7), 6-4 og 6-4. What a way to qualify for your first Grand Slam semi-final 🤯#RolandGarros pic.twitter.com/GLSO8LX6tD— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 „Í hreinskilni sagt var ég mjög stressuð fyrir leikinn. Ég vissi að hún væri með forskot á mig,“ sagði Andreeva sem hafði tapað báðum leikjum sínum gegn Sabalenka á ferlinum. „Ég og þjálfarinn minn gerðum áætlun fyrir leik dagsins en aftur þá man ég ekki neitt. Ég reyndi bara að spila eins vel og ég gat,“ sagði Andreeva að endingu. Síðar í dag hefjast undanúrslit Opna franska. Andreeva mætir Jasmine Paolini á meðan stórstjörnurnar IgaŚwiątek (1. sæti heimslistans) og Coco Gauff (3. sæti) mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Tennis Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Vegna ungs aldurs má Andreeva aðeins taka þátt í takmörkuðum fjölda móta á ári en hún er svo sannarlega að nýta tækifærið á hinum fornfræga velli Roland Garros sem staðsettur er í París. Youth taking over 💪Mirra Andreeva highlights our stat of the day by @Infosys! #RolandGarroswithInfosys #ExperiencetheNext pic.twitter.com/0M5b8w7BsC— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 Aryna Sabalenka frá Belarús var fórnarlamb rússneska undrabarnsins í átta manna úrslitum mótsins sem fram fóru í gær. Snemma í viðureigninni var ljóst að Sabalenka væri að glíma við einhverskonar meiðsli. „Ég átti mjög erfitt uppdráttar líkamlega. Ég hef verið veik síðustu daga með einhverskonar magavírus svo þetta hefur verið brekka,“ sagði Sabalenka að tapinu loknu. Andreeva, sem er í 38. sæti heimslistans, sýndi hins vegar enga miskunn og lagði Sabalenka, sem situr í 2. sæti listans, örugglega í þremur settum, 6-7 (5-7), 6-4 og 6-4. What a way to qualify for your first Grand Slam semi-final 🤯#RolandGarros pic.twitter.com/GLSO8LX6tD— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 „Í hreinskilni sagt var ég mjög stressuð fyrir leikinn. Ég vissi að hún væri með forskot á mig,“ sagði Andreeva sem hafði tapað báðum leikjum sínum gegn Sabalenka á ferlinum. „Ég og þjálfarinn minn gerðum áætlun fyrir leik dagsins en aftur þá man ég ekki neitt. Ég reyndi bara að spila eins vel og ég gat,“ sagði Andreeva að endingu. Síðar í dag hefjast undanúrslit Opna franska. Andreeva mætir Jasmine Paolini á meðan stórstjörnurnar IgaŚwiątek (1. sæti heimslistans) og Coco Gauff (3. sæti) mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Tennis Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira