„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær. Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær.
Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira