Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 13:01 Það var hart barist á köflum í gær en varnarleikur KR var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Vísir/Anton Brink KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. „Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira