Carmelo Anthony uppfyllir drauma sína um að eiga körfuboltalið Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 10:31 Carmelo Anthony lék í NBA deildinni í fjölda ára og hefur gert það gott í viðskiptum utan vallar eftir að ferlinum lauk. Patrick Smith/Getty Images Carmelo Anthony hefur tryggt sér kauprétt á útþensluliði í úrvalsdeild Eyjaálfu í körfubolta. National Basketball League, NBL, tilkynnti að Carmelo hafi tryggt sér kauprétt í gær. Samhliða eignarhaldi mun hann sinna erindrekastörfum fyrir deildina og áætlanir þeirra til að koma framtíðarstjörnum á kortið í gegnum Next Stars kynningaráætlunina. NBL var stofnuð árið 1979, níu lið frá Ástralíu leika í deildinni og eitt frá Nýja-Sjálandi. Óvíst er að svo stöddu hvenær nýtt lið Carmelo Anthony mun koma inn í deildina, hvað það mun heita eða hvar það verður staðsett. NBA legend Carmelo Anthony has joined ownership of an expansion team in Australia's NBL 👏 Eight players have been drafted out of the NBL's Next Stars program, including LaMelo Ball. 🏀 pic.twitter.com/BpLKLEHRVX— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 4, 2024 Carmelo telur þetta gott fyrsta skref, og lítur í raun á þetta sem stökkpall í átt að eignarhaldi á NBA liði. Eitthvað sem hann hefur dreymt um lengi. Þá segir hann sömuleiðis mikilvægt að kynna körfuboltann víðsvegar um heiminn og aðstoða framtíðarstjörnur leiksins að stíga sín fyrstu skref. Next Stars er stór þáttur í því, en áætlunin gengur út á að gefa ungum leikmönnum tækifæri og koma þeim í NBA deildina. LaMelo Ball, leikmaður Charlotte Hornets, er meðal þeirra sem hafa komið í NBA deildina með þessum hætti. Fjöldi nú- og fyrrverandi NBA leikmanna hafa fjárfest í NBL deildinni, þeirra á meðal eru Khris Middleton, Dante Exum, Zach Randolph, Shawn Marion, Kenny Smith og Luc Longley. NBA Körfubolti Ástralía Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
National Basketball League, NBL, tilkynnti að Carmelo hafi tryggt sér kauprétt í gær. Samhliða eignarhaldi mun hann sinna erindrekastörfum fyrir deildina og áætlanir þeirra til að koma framtíðarstjörnum á kortið í gegnum Next Stars kynningaráætlunina. NBL var stofnuð árið 1979, níu lið frá Ástralíu leika í deildinni og eitt frá Nýja-Sjálandi. Óvíst er að svo stöddu hvenær nýtt lið Carmelo Anthony mun koma inn í deildina, hvað það mun heita eða hvar það verður staðsett. NBA legend Carmelo Anthony has joined ownership of an expansion team in Australia's NBL 👏 Eight players have been drafted out of the NBL's Next Stars program, including LaMelo Ball. 🏀 pic.twitter.com/BpLKLEHRVX— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 4, 2024 Carmelo telur þetta gott fyrsta skref, og lítur í raun á þetta sem stökkpall í átt að eignarhaldi á NBA liði. Eitthvað sem hann hefur dreymt um lengi. Þá segir hann sömuleiðis mikilvægt að kynna körfuboltann víðsvegar um heiminn og aðstoða framtíðarstjörnur leiksins að stíga sín fyrstu skref. Next Stars er stór þáttur í því, en áætlunin gengur út á að gefa ungum leikmönnum tækifæri og koma þeim í NBA deildina. LaMelo Ball, leikmaður Charlotte Hornets, er meðal þeirra sem hafa komið í NBA deildina með þessum hætti. Fjöldi nú- og fyrrverandi NBA leikmanna hafa fjárfest í NBL deildinni, þeirra á meðal eru Khris Middleton, Dante Exum, Zach Randolph, Shawn Marion, Kenny Smith og Luc Longley.
NBA Körfubolti Ástralía Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira