England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 20:47 Harry Kane kom inn af bekknum og skoraði sitt 63. A-landsliðsmark. Stu Forster/Getty Images England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira