England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 20:47 Harry Kane kom inn af bekknum og skoraði sitt 63. A-landsliðsmark. Stu Forster/Getty Images England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira