Fæddist með einn fót og Ungfrú Ísland næst á dagskrá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2024 20:05 Matthildur Emma með fyrsta gervifótinn, sem hún notaði fyrstu árin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson 18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar. Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Matthildur Emma býr í foreldrahúsum í Reykjanesbæ en hún er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætla sér svo að læra sálfræði í Háskóla Íslands.Hún er ótrúlega jákvæð, alltaf brosandi og lætur ekkert stöðva sig í lífinu þrátt fyrir fötlun sína. „Þetta er fyrsti gervifóturinn, sem ég fékk en ég held að ég hafi verið um eins árs þegar ég fékk þennan,” segir Matthildur Emma og bætir við. „Ég fæddist með galla, sem kallast „Proximal focal femoral deficiency”, þannig að lærleggsbeinið hætti að vaxa og ég hef bara verið þannig allt mitt líf.” Og nú er Matthildur Emma komin með gerfirafmagnsfót, sem hún stjórnar með appi í símanum sínum, magnað. „Ef ég fer að hjóla þá bara stillist það, kemur bara svona „píp” og þá er hann komin í hjólastillingu,” segir hun. Matthildur Emma Sigurðardóttir er 18 ára og býr í Reykjanesbæ. Hún fæddist með einn fót og hefur aldrei látið það stoppa sig í lífinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er Matthildur með sérstakan hlaupafót eða fjöður og þann fót notar hún þegar hún er til dæmis að dansa. Í gegnum árin hefur hún unnið til fjölda verðlauna í dansinum, sund inu og meira að segja fótbolta, en það er einn verðlaunapeningur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Já, það er þriðja sætið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í dansi,” segir Matthildur Emma og heldur áfram. „Þegar ég var yngri vorkenndi fólk mér mjög mikið og skyldi ekki alveg, hélt kannski að þetta væri slys eða eitthvað svoleiðis en ég sagði bara alltaf, ekki vera að vorkenna mér, mér finnst þetta bara geggjað, ég myndi ekki breyta þessu ef það væri hægt.” Af hverju ertu svona jákvæð gagnvart þessu? „Það er bara ekkert hægt að gera í þessu, við erum bara öll eins og við erum,” segir hún brosandi. En hvað segir mamma Matthildar, Eygló Rós um dóttir sína? „Heyrðu, hún er náttúrulega bara algjör snillingur, sem hefur aldrei látið neitt stoppa sig.” En ykkur var ráðlagt að eyða fóstrinu eða hvað? „Já það var svolítið ýtt undir það að það væri helsti kosturinn í stöðunni og við fórum í þessa hnakkarþykktarmælingu og allt það dótarí, sem allt leit mjög vel út þannig að okkur datt það bara aldrei í hug,” segir Eygló Rós. Eygló Rós Nielsen mamma Matthildar Emmu, sem segir hana algjöran snilling.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Matthildur Emma er að fara að taka þátt í Ungfrú Ísland enda alltaf haft mikinn áhuga á allskonar keppnum. „Já, ég vil bara vera fyrirmynd fyrir annað fólk, sem er kannski með aðra galla, það á ekkert að láta stoppa mann,” segir hún. Næsta verkefni Matthildar Emmu er að taka þátt í Ungfrú Ísland 2024. Hér er hún með kærasta sínum, Finni Guðbergi Ívarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Ungfrú Ísland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira