„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:37 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. „Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast