Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:31 Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar í Erling Haaland hjá Manchester City. Getty/Giuseppe Maffia Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira