Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2024 12:52 Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, er bæði útvegs- og sauðfjárbóndi í Grindavík. Einar Árnason Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01