Eftir 1-1 jafntefli í leik sömu liða í Austurríki í gærkvöldi þá fer sigur langt með að tryggja íslensku stelpunum sæti á EM í Sviss 2025. Þetta er riðill en Ísland og Austurríki eru að keppa um það að fylgja Þýskalandi upp úr honum.

Tvær efstu þjóðir riðilsins komast beint á EM. Nú er keppni hálfnuð og báðar þjóðir eru með fjögur stig. Austurríki er ofar á fleiri mörkum skoruðum. Íslensku stelpurnar geta með sigri náð þriggja stiga forskoti á austurríska liðið en lokaleikir riðilsins eru síðan í júlí.
Knattspyrnusamband Íslands ætlar líka að hjálpa til við að búa til flotta fjölskyldustemmningu í kringum þennan mikilvæga leik. Leikurinn hefst klukkan 19:30 en fyrir leik verður Fan Zone á vellinum.
DJ Dóra Júlía og Herra Hnetusmjör munu sjá um að keyra upp stemninguna fyrir leik, matarvagnar verða á svæðinu og hægt verður að fá andlitsmálun. Einnig verður landsliðsvarningur til sölu.
Fan Zone-ið opnar klukkan 17:00 og þarf miða á leikinn til að hafa aðgang að því. Það er hægt að kaupa miða á leikinn með því að smella hér.
