Ekkert verður af kaupunum á Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 10:50 Útlitið er ekki bjart hjá Dominic Calvert-Lewin og félögum í Everton ef ekki telst að selja félagið. Hann er einn af þeim sem gæti verið seldur til að bæta fjárhagsstöðuna. Getty/Alex Livesey Everton leitar sér nú að nýjum kaupanda eftir að ekkert varð að kaupum bandaríska fjárfestingafélaginu 777 Partners á enska úrvalsdeildarfélaginu. Þetta eru ekki góðar fréttir enda glímir Everton við mikla fjárhagserfiðleika og missti meðal annars stig í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili vegna þeirra. 🔵 #EFC have released the following statement: “Everton Football Club would like to provide the following update to all stakeholders, and particularly its supporters. “The agreement between 777 Partners and Blue Heaven Holdings Limited for the sale and purchase of the majority… pic.twitter.com/OUlr23oPGc— BBC Sport Merseyside (@bbcmerseysport) June 1, 2024 Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton, var búinn að semja við 777 hópinn í síðasta september um sölu á 94,1 prósent hluta í félaginu. Niðurstaðan var aftur á móti, eftir viðræður 777, Everton og ensku úrvalsdeildarinnar, að ekki fengust sannanir fyrir því að fjárfestingafélagið ætti peninginn til að kaupa Everton. 777 Partners missti á endanum af lokafrestinum til að sanna það að það ætti þessa fjármuni og Everton þarf nú að leita að nýjum kaupanda. Það má helst ekki taka langan tíma. Félagið hélt sér sem betur fer fyrir þá í deildinni en óskynsöm kaup og peningaeyðsla síðustu ár setur það í mjög erfiða stöðu. Reksturinn er erfiður og nauðsynlegt að fá fjársterkan aðila inn til að bjarga málunum. Við það bætist að Everton er að byggja nýjan glæsilegan leikvang á besta stað niður við höfnina í Liverpool. Það kostar líka sitt. Club Statement: Update on agreement with 777 Partners. 🔵— Everton (@Everton) June 1, 2024 Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Þetta eru ekki góðar fréttir enda glímir Everton við mikla fjárhagserfiðleika og missti meðal annars stig í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili vegna þeirra. 🔵 #EFC have released the following statement: “Everton Football Club would like to provide the following update to all stakeholders, and particularly its supporters. “The agreement between 777 Partners and Blue Heaven Holdings Limited for the sale and purchase of the majority… pic.twitter.com/OUlr23oPGc— BBC Sport Merseyside (@bbcmerseysport) June 1, 2024 Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton, var búinn að semja við 777 hópinn í síðasta september um sölu á 94,1 prósent hluta í félaginu. Niðurstaðan var aftur á móti, eftir viðræður 777, Everton og ensku úrvalsdeildarinnar, að ekki fengust sannanir fyrir því að fjárfestingafélagið ætti peninginn til að kaupa Everton. 777 Partners missti á endanum af lokafrestinum til að sanna það að það ætti þessa fjármuni og Everton þarf nú að leita að nýjum kaupanda. Það má helst ekki taka langan tíma. Félagið hélt sér sem betur fer fyrir þá í deildinni en óskynsöm kaup og peningaeyðsla síðustu ár setur það í mjög erfiða stöðu. Reksturinn er erfiður og nauðsynlegt að fá fjársterkan aðila inn til að bjarga málunum. Við það bætist að Everton er að byggja nýjan glæsilegan leikvang á besta stað niður við höfnina í Liverpool. Það kostar líka sitt. Club Statement: Update on agreement with 777 Partners. 🔵— Everton (@Everton) June 1, 2024
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira