Mike Tyson frestar bardaganum á móti Jake Paul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 10:00 Mike Tyson og Jaka Paul munu mætast bara ekki í júlí. Netflix keypti réttinn af bardaganum. @netflix Mike Tyson er ekki í ástandi til að berjast við Youtube stjörnuna Jake Paul þann 20. júlí næstkomandi og hefur því neyðst til að fresta bardaganum. Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024 Box Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024
Box Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira