Kane skrifaði undir nýjan samning við Grindavík á lokahófi félagsins í kvöld.
Kane kom til Grindavíkur fyrir síðasta tímabili og lét til sín taka með liðinu sem fór alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík tapaði fyrir Val, 80-73, í oddaleik um titilinn á miðvikudaginn.
Kane er 34 ára og hefur leikið með félögum í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Hann varð tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann lék einnig í EuroCup.