Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:19 Íslensku stelpurnar stilla sér upp fyrir leik dagsins. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira