Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2024 15:22 Arnar Þór var með svörin á reiðum höndum en Höllu Tómasdóttur gekk verr. vísir/vilhelm Kappræður Stöðvar 2, sem fram fóru í gær, voru brotnar upp með ýmsu móti. Meðal annars fengu frambjóðendur hraðaspurningar og gekk þeim afar misjafnlega. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira