Fjögurra mánaða bann fyrir að sýna ekki stuðning við hinsegin fólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. maí 2024 15:44 Hér sést greinilega hvernig Camara huldi merkið ólíkt öðrum leikmönnum. vísir / getty Mohamed Camara, leikmaður AS Monaco, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir að hylja merki til stuðnings LGBTQ+ samfélagsins á treyju sinni. Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn. Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn.
Franski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira