Fjögurra mánaða bann fyrir að sýna ekki stuðning við hinsegin fólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. maí 2024 15:44 Hér sést greinilega hvernig Camara huldi merkið ólíkt öðrum leikmönnum. vísir / getty Mohamed Camara, leikmaður AS Monaco, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir að hylja merki til stuðnings LGBTQ+ samfélagsins á treyju sinni. Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn. Franski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn.
Franski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira