„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2024 17:01 Ljóst er að varnargarðar við Grindavík hafa bjargað því að byggðin færi undir hraun. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira