Uppgjör: Valur - Stjarnan 5-1 | Magalending Stjörnunnar á Hlíðarenda Ólafur Þór Jónsson skrifar 30. maí 2024 20:30 Valsmenn komust aftur á sigurbraut þegar þeir rúlluðu yfir Stjörnumenn í kvöld. vísir/diego Valur tók á móti Stjörnunni í fyrri stórleik dagsins í Bestu deild karla. Fyrir fram mátti búast við hörkuleik þar sem Valur sat í þriðja sætinu en hafa ekki verið sannfærandi uppá síðkastið. Stjarnan aftur á móti koma til leiks eftir að hafa kjöldregið KA í síðustu umferð. Leikurinn var í 14. umferð sem fer fram seinna í sumar en vegna Evrópuverkefna þessara liða var leikurinn settur á í dag. Það var hreinlega eins og Stjarnan væru að lifa sig svo inní þessa 14. umferð og álagið sem verður á liðinu þá því þeir hreinlega virtust dauðþreyttir í upphafi. Leikurinn var tíðindalítill framan af eða þangað til á 35. mínútu þegar Kristinn Freyr átti góðan snúning á miðjum vellinum. Þar fann hann Jónatan Inga sem hafði haft mjög hægt um sig í leiknum. Jónatan fær gríðarlegan tíma fyrir utan vítateig áður en hann lætur vaða á markið. Boltinn fer í Daníel Laxdal og yfir Árna í markinu og beint í netið. Valsarar búnir að taka forystuna og það bara nokkuð sanngjarnt. Jónatan Ingi Jónsson kom Valsmönnum á bragðið. Hér berst hann við Örvar Loga Örvarsson um boltann.vísir/diego Tæpum tíu mínútum síðar gerði Jóhann Árni sig sekan um þýðingarmikil mistök á hættulegum stað. Kristinn Freyr hrifsar boltann af fótum hans rétt fyrir utan vítateig og rennir boltanum til vinstri þar sem Tryggvi skorar framhjá Árna í markinu. Afgreiðsla Tryggva var góð en Kristinn áttu fullkomlega heiðurinn á þessu marki. Stjarnan tapaði boltanum ítrekað fyrir utan sinn vítateig þessar síðustu mínútur fyrri hálfleiksins og buðu Val þannig í dans. Valsarar gerðu vel að refsa þeim og fóru því verðskuldað með 2-0 forystu í hálfleikinn. Valsarar bættu í forystuna á 54. mínútu þegar Valsarar áttu frábæra skyndisókn sem endar á því að Adam Ægir keyrir inná völlinn, rennir boltanum til vinstri þar sem Tryggvi Hrafn er einn á móti markverði. Tryggvi klárar færið vel og staðan 3-0. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sín fyrstu mörk í sumar í kvöld.vísir/diego Fjórða mark Vals var síðan eftir undirbúning sem þekkist vel á Hlíðarenda. Birkir Már Sævarsson fer upp hægri kantinn eftir skyndisókn Vals. Hann rennir boltanum fyrir á Patrik Pedersen sem er aleinn í vítateignum og skorar framhjá Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Staðan 4-0 og Valsarar að kjöldraga garðbæinga. Stjarnan klóraði í bakkann á 75. mínútu þegar Örvar Eggertsson var skyndilega kominn einn innfyrir eftir skalla Daníels Laxdal. Hann skoraði örugglega og minnkaði muninn. Á síðustu andartökum leiksins bætti Valur svo við fimmta markinu og aftur var það í einfaldari kantinum. Lúkas Logi Heimisson átti langa sendingu yfir völlinn, á bakvið vörn Stjörnunnar. Þar var Gísli Laxdal kominn aleinn gegn markverði, afgreiðsla hans var reyndar snilldarleg er hann setti boltann framhjá Árna Snæ í markinu. Niðurstaðan 5-1 sigur Vals á N1 vellinum. Valsarar voru mjög klínískir í sínum aðgerðum, voru varnarlega mjög þéttir, keyrðu hratt á Stjörnuna og refsuðu þeim fyrir öll mistök. Stjarnan aftur á móti fá magaskell eftir góðan sigur í síðustu umferð. Frammistaða liðsins var arfaslök. Varnarlega var liðið langt frá sínum mönnum, allar færslur hægar og hreinlega eins og menn væru tveimur sekúndum á eftir Völsurum. Sigur Vals var semsagt sannfærandi og heldur þeim svo sannarlega í baráttunni um toppsætið. Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í kvöld.vísir/diego Atvik leiksins Annað mark Vals var sérlega klaufalegt hjá Stjörnunni á sama tíma og Kristinn Freyr sýndi snilld sína. Var lýsandi fyrir leikinn þar sem Stjarnan tapaði boltanum, voru síðan áhugalausir um að bjarga sér á sama tíma og Valur refsaði hratt. Stjörnur og skúrkar Það eru forréttindi fyrir lið Vals að eiga eitt stykki Kristinn Frey Sigurðsson á bekknum þegar tveir bestu miðjumenn liðsins eru meiddir. Kristinn var algjörlega frábær. Fyrstu tvö mörk Vals voru algjörlega hans heiður. Allar hættulegar sóknir Vals fóru í gegnum hann og var algjörlega ósnertanlegur á miðjunni. Sama tíma skoraði Tryggvi Hrafn tvö góð mörk og ekki á honum að sjá að hann hafi verið dálítið í kuldanum á tímabilinu. Afgreiðslurnar voru fullar sjálfstrausts. Kristinn Freyr Sigurðsson sýndi snilli sína í kvöld.vísir/diego Eins góðir og Stjarnan var í síðustu umferð voru leikmenn liðsins heillum horfnir í dag. Það kristallaðist algjörlega í frammistöðu Jóhanns Árna í dag sem var algjörlega frábær gegn KA um síðustu helgi en var gjörsamlega týndur í dag. Hann gefur annað mark Vals og sýnir enga viðleitni til að bjarga andlitinu eftir að hafa tapað boltanum illa. Miðja Stjörnunnar var heilt yfir undir í baráttunni og sem dæmi um það var Guðmundur Baldvin varla sjáanlegur í dag. Dómarinn Málarinn geðþekki mjög öruggur í dag. Lítið um vafaatriði en Stjarnan vildi tvisvar fá víti. Í endursýningum var alveg ljóst að það var engin fótur fyrir því og lét Erlendur ekki plata sig. Stýrði leiknum vel, var ekki að flauta of mikið en var röggsamur þegar á þurfti. 9/10. Erlendur Eiríksson dæmdi vel í kvöld.vísir/diego Stemning og umgjörð Það er alltaf ákveðin leikdagsupplifun á Hlíðarenda. Umgjörð eins og hún gerist best. Mætingin var þokkaleg, höfum reyndar oft heyrt meira í stuðningsmönnum Stjörnunnar en þeir hafa sett standardinn hátt. Sólin skein akkurat þegar leikur hófst og var því frábært veður fyrir knattspyrnu. Besta deild karla Valur Stjarnan
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrri stórleik dagsins í Bestu deild karla. Fyrir fram mátti búast við hörkuleik þar sem Valur sat í þriðja sætinu en hafa ekki verið sannfærandi uppá síðkastið. Stjarnan aftur á móti koma til leiks eftir að hafa kjöldregið KA í síðustu umferð. Leikurinn var í 14. umferð sem fer fram seinna í sumar en vegna Evrópuverkefna þessara liða var leikurinn settur á í dag. Það var hreinlega eins og Stjarnan væru að lifa sig svo inní þessa 14. umferð og álagið sem verður á liðinu þá því þeir hreinlega virtust dauðþreyttir í upphafi. Leikurinn var tíðindalítill framan af eða þangað til á 35. mínútu þegar Kristinn Freyr átti góðan snúning á miðjum vellinum. Þar fann hann Jónatan Inga sem hafði haft mjög hægt um sig í leiknum. Jónatan fær gríðarlegan tíma fyrir utan vítateig áður en hann lætur vaða á markið. Boltinn fer í Daníel Laxdal og yfir Árna í markinu og beint í netið. Valsarar búnir að taka forystuna og það bara nokkuð sanngjarnt. Jónatan Ingi Jónsson kom Valsmönnum á bragðið. Hér berst hann við Örvar Loga Örvarsson um boltann.vísir/diego Tæpum tíu mínútum síðar gerði Jóhann Árni sig sekan um þýðingarmikil mistök á hættulegum stað. Kristinn Freyr hrifsar boltann af fótum hans rétt fyrir utan vítateig og rennir boltanum til vinstri þar sem Tryggvi skorar framhjá Árna í markinu. Afgreiðsla Tryggva var góð en Kristinn áttu fullkomlega heiðurinn á þessu marki. Stjarnan tapaði boltanum ítrekað fyrir utan sinn vítateig þessar síðustu mínútur fyrri hálfleiksins og buðu Val þannig í dans. Valsarar gerðu vel að refsa þeim og fóru því verðskuldað með 2-0 forystu í hálfleikinn. Valsarar bættu í forystuna á 54. mínútu þegar Valsarar áttu frábæra skyndisókn sem endar á því að Adam Ægir keyrir inná völlinn, rennir boltanum til vinstri þar sem Tryggvi Hrafn er einn á móti markverði. Tryggvi klárar færið vel og staðan 3-0. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sín fyrstu mörk í sumar í kvöld.vísir/diego Fjórða mark Vals var síðan eftir undirbúning sem þekkist vel á Hlíðarenda. Birkir Már Sævarsson fer upp hægri kantinn eftir skyndisókn Vals. Hann rennir boltanum fyrir á Patrik Pedersen sem er aleinn í vítateignum og skorar framhjá Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Staðan 4-0 og Valsarar að kjöldraga garðbæinga. Stjarnan klóraði í bakkann á 75. mínútu þegar Örvar Eggertsson var skyndilega kominn einn innfyrir eftir skalla Daníels Laxdal. Hann skoraði örugglega og minnkaði muninn. Á síðustu andartökum leiksins bætti Valur svo við fimmta markinu og aftur var það í einfaldari kantinum. Lúkas Logi Heimisson átti langa sendingu yfir völlinn, á bakvið vörn Stjörnunnar. Þar var Gísli Laxdal kominn aleinn gegn markverði, afgreiðsla hans var reyndar snilldarleg er hann setti boltann framhjá Árna Snæ í markinu. Niðurstaðan 5-1 sigur Vals á N1 vellinum. Valsarar voru mjög klínískir í sínum aðgerðum, voru varnarlega mjög þéttir, keyrðu hratt á Stjörnuna og refsuðu þeim fyrir öll mistök. Stjarnan aftur á móti fá magaskell eftir góðan sigur í síðustu umferð. Frammistaða liðsins var arfaslök. Varnarlega var liðið langt frá sínum mönnum, allar færslur hægar og hreinlega eins og menn væru tveimur sekúndum á eftir Völsurum. Sigur Vals var semsagt sannfærandi og heldur þeim svo sannarlega í baráttunni um toppsætið. Valsmenn fögnuðu fimm mörkum í kvöld.vísir/diego Atvik leiksins Annað mark Vals var sérlega klaufalegt hjá Stjörnunni á sama tíma og Kristinn Freyr sýndi snilld sína. Var lýsandi fyrir leikinn þar sem Stjarnan tapaði boltanum, voru síðan áhugalausir um að bjarga sér á sama tíma og Valur refsaði hratt. Stjörnur og skúrkar Það eru forréttindi fyrir lið Vals að eiga eitt stykki Kristinn Frey Sigurðsson á bekknum þegar tveir bestu miðjumenn liðsins eru meiddir. Kristinn var algjörlega frábær. Fyrstu tvö mörk Vals voru algjörlega hans heiður. Allar hættulegar sóknir Vals fóru í gegnum hann og var algjörlega ósnertanlegur á miðjunni. Sama tíma skoraði Tryggvi Hrafn tvö góð mörk og ekki á honum að sjá að hann hafi verið dálítið í kuldanum á tímabilinu. Afgreiðslurnar voru fullar sjálfstrausts. Kristinn Freyr Sigurðsson sýndi snilli sína í kvöld.vísir/diego Eins góðir og Stjarnan var í síðustu umferð voru leikmenn liðsins heillum horfnir í dag. Það kristallaðist algjörlega í frammistöðu Jóhanns Árna í dag sem var algjörlega frábær gegn KA um síðustu helgi en var gjörsamlega týndur í dag. Hann gefur annað mark Vals og sýnir enga viðleitni til að bjarga andlitinu eftir að hafa tapað boltanum illa. Miðja Stjörnunnar var heilt yfir undir í baráttunni og sem dæmi um það var Guðmundur Baldvin varla sjáanlegur í dag. Dómarinn Málarinn geðþekki mjög öruggur í dag. Lítið um vafaatriði en Stjarnan vildi tvisvar fá víti. Í endursýningum var alveg ljóst að það var engin fótur fyrir því og lét Erlendur ekki plata sig. Stýrði leiknum vel, var ekki að flauta of mikið en var röggsamur þegar á þurfti. 9/10. Erlendur Eiríksson dæmdi vel í kvöld.vísir/diego Stemning og umgjörð Það er alltaf ákveðin leikdagsupplifun á Hlíðarenda. Umgjörð eins og hún gerist best. Mætingin var þokkaleg, höfum reyndar oft heyrt meira í stuðningsmönnum Stjörnunnar en þeir hafa sett standardinn hátt. Sólin skein akkurat þegar leikur hófst og var því frábært veður fyrir knattspyrnu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti