Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 11:01 Frank Aron fékk skurð á höfuðið í gær en lét það ekkert á sig fá, kláraði leikinn og lyfti svo titlinum. skjáskot/stöð2sport Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira