Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með danska nítján ára landsliðnu árið 2022. Getty/Nikola Krstic Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025. Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira