Antonio Monteiro baðar Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals.vísir/anton
Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík, 80-73, í oddaleik í troðfullri N1-höll þeirra Valsmanna.
Þetta var þriðja árið í röð sem úrslitin um Íslandsmeistaratitil í körfubolta karla ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Valur vann Tindastóll 2022, tapaði fyrir Tindastóli 2023 og vann svo Grindavík í gær.
Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var í N1-höllinni í gær. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim fjölmörgu myndum sem hann tók á leiknum.
Handbolta-Valsararnir mættu með EHF-bikarinn sem þeir unnu um helgina.vísir/antonAtvikið þegar Kristófer Acox meiddist í upphafi leiks.vísir/antonKristinn Pálsson og Daniel Mortensen kasta sér á eftir boltanum.vísir/antonGrindvíkingar reyndu allt til að stöðva Taiwo Badmus en ekkert gekk. Hann skoraði 31 stig og tók fjórtán fráköst.vísir/antonDeAndre Kane kom oft að lokuðum dyrum þegar hann sótti á Valsvörnina.vísir/antonGrindvíkingar voru stundum ósáttir.vísir/antonHvað hef ég oft orðið Íslandsmeistari?vísir/antonEvrópumeistarinn Agnar Smári Jónsson reif sig að sjálfsögðu úr að ofan.vísir/antonSvali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, faðmar hetjuna Badmus.vísir/antonGylfi Þór Sigurðsson var rólegasti maðurinn á svæðinu. Samherji hans í fótboltaliði Vals, Adam Ægir Pálsson, mætti svo með allt blingið sitt.vísir/antonKristinn og Finnur Freyr þurftu ekki að segja mikið á þessari stundu.vísir/antonÓlafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, þakkar fyrir stuðninginn.vísir/antonKári Jónsson sneri aftur í úrslitaeinvíginu eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hér lyftir hann Íslandsmeistarabikarnum.vísir/antonÍslandsmeistararnir 2024, Valur.vísir/anton
Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar.
Kári Jónsson kom inn í lið Vals í úrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir að hafa verið meiddur allt tímabilið. Hann sagði Valsliðið alltaf koma til baka þrátt fyrir mótlæti.
Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn.
Kristófer Acox var meyr eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Kristófer meiddist í upphafi leiks en tók þátt í fagnaðarlátum Valsmanna.