Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 12:00 Belgíski dómarinn Wesli De Cremer hefur hér farið í skjáinn. Getty/Isosport/ Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar. „Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira
„Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR
Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira