„Litla Edda öskrar inn í mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir afrekaði það sem engin íslensk þríþrautarkona eða þríþrautarkarl hafa náð. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira