Boston Celtics í úrslitin: „Við erum allt annað lið núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 06:31 Jaylen Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar. Hér fagnar hann því með félögum sínum í Boston Celtics. AP/Michael Conroy Boston Celtics sópaði liði Indiana Pacers út úr úrslitum Austurdeildarinnar í nótt og er fyrir vikið komið alla leið í úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira