Lögmál leiksins: Hörður valdi verstu liðin sem hafa komist í úrslit NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 16:31 Donyell Marshall, Sasha Pavlovic, Anderson Varejao, LeBron James og félagar slysuðust í úrslit NBA 2007. getty/Gregory Shamus Aðdáendur NBA koma aldrei að tómum kofanum hjá strákunum í Lögmáli leiksins. Í þætti kvöldsins verður fjallað um verstu lið sem hafa komist í úrslit NBA. Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira