Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 06:31 Luka Doncic faðmar Kyrie Irving eftir sigur Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves í nótt. AP/Gareth Patterson Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira