„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:29 Finnur Freyr, þjálfari Vals Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. „Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Þetta var svakalega súrt. Vondur tapaður bolti þarna. Náum góðu stoppi, frábær hjálparvörn hjá Hjálmari en gerir sig sekan um slæm mistök og Basile bara refsar okkur.“ Beðinn um að greina hvernig leikurinn þróaðist í fyrri hálfleik tók Finnur vinnuna af leikgreinendum Stöðvar 2 Sport með djúpri greiningu. „Bara, þróaðist einhvern veginn. Þetta var allt þarna einhvernveginn. Bara hörkuleikur, tvö frábær lið fram og til baka. Þeir gerðu einn góðan hlut betur en við eða við einum mistökum of mikið. Þetta bara datt þannig.“ Aðspurður um hvað skildi að einfaldaði Finnur málin enn frekar. „Tapaður bolti og Basile setur þrist, það er ekkert meira en það. Auðvitað eru fullt af einhverjum hlutum sem við getum gert betur og þeir hugsa það sama. En í endann er þetta bara fegurðin við þessa íþrótt, hversu stutt er á milli hláturs og gráturs. Ef við hefðum haldið boltanum þarna og verið sterkir hefði þetta kannski farið í einhvern vítaleik en í staðinn setur Basile hann í horninu.“ Finnur var heldur ekki búinn að greina lokasókn Vals í hörgul en viðurkenndi að mögulega hefði hann getað teiknað upp betra kerfi. „Við vissum að þeir ættu villu að gefa, kerfið kannski ekki nógu gott. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið brot í skoti en ég held að það hafi ekki verið það!“ - sagði Finnur og hló. Nú bíður Valsmönnum enn einn oddaleikurinn en Finnur sagði að það væri kannski bara viðeigandi að enda þetta tímabil á þann hátt. „Bara áfram gakk. Búið að vera langt og strangt tímabil og einhvern veginn er þetta rökrétt að þetta fari í fimm leiki en það er ljóst að það lið sem vinnur þann leik verður betri í þeim leik og á titilinn skilið og við þurfum að gera okkur besta í að vera það lið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira