„Ég elska að við töpum ekki hér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:06 Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokin Vísir/Anton Brink Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira