„Fullt af mistökum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson með knattspyrnustjóranum Vincent Kompany eftir 4-1 sigur Burnley á Sheffield United. Getty/Rich Linley Fjölmörg mistök voru gerð á nýlokinni leiktíð hjá Burnley að mati Jóhanns Berg Guðmundssonar sem féll með liðinu á dögunum. Segja má að menningarbylting hafi átti sér stað hjá félaginu síðustu misseri. Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira