Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2024 15:30 Fólki fjölgar og fjölgar í Vík, ekki síst eldra fólki og þá er nauðsynlegt að hafa gott hjúkrunarheimili á staðnum en núverandi heimili er orðið gamalt og lúið en þjónar samt sínu hlutverki vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira