Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 21:01 (f.h.t.v.) Stefán Örn, Heimir og Aron Örn tóku út alla battavelli landsins. Sá besti: Í Borgarnesi. Vísir/Ívar Fannar Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir. Krakkar Fótbolti Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir.
Krakkar Fótbolti Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira