Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 13:53 Katrín í klæðunum sem hún er í á teiknuðu myndinni á forsíðu Tatler. Yui Mok/Getty Images Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“ Kóngafólk Bretland Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“
Kóngafólk Bretland Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira