Enginn skotið eins mikið án þess að hitta: „Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 09:31 DeAndre Kane var mjög ólíkur sjálfum sér í gær. Hann var lang stigahæstur Grindvíkinga í fyrstu tveimur leikjunum en hitti ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í gær. vísir / hulda margrét DeAndre Kane sló í gærkvöldi afar óeftirsótt met sem var áður í eigu Teits Örlygssonar. DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
DeAndre Kane hitti engu af þrettán skotum sínum fyrir aftan þriggja stiga línuna í gærkvöldi og stórbætti þar með met yfir flest þriggja stiga skot í úrslitum án þess að hitta. Metið var áður í eigu Teits Örlygssonar og Calvin Burks Jr., sem báðir skutu níu skotum án þess að hitta. Teitur gerði það sem leikmaður Njarðvíkur í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli árið 2001. Calvin Burks Jr. lék það svo eftir í liði Keflavíkur árið 2021 í úrslitaeinvígi gegn Þór Þorlákshöfn. „0 af 9 Teitur!? Byrjum á stóru hlutunum, hvað var að gerast þarna?“ skaut Helgi Már Magnússon á Teit. „Við skulum líka tala um það, hverjir urðu Íslandsmeistarar 2001? Það var það eina sem skipti máli og það vissi enginn af þessu Stebbi,“ sagði Teitur sér til varnar. „Ég get lofað því að ég dró þetta ekki upp úr rassgatinu á mér,“ svaraði þáttastjórnandinn Stefán Árni þá við mikil hlátrasköll sérfræðinganna. Mögulega meiddur en virkaði bara þreyttur Þeir sneru sér þá að vandamáli DeAndre Kane, sem átti afar erfitt uppdráttar í gær þegar lið hans Grindavík tapaði gegn Val í þriðja leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla. „Við Teitur töluðum um þetta hérna í seinni hálfleik, Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ sagði Helgi Már. Stefán Árni kom Kane aðeins til varnar en aðrir sérfræðingar voru honum ósammála og sögðu Kane hafa litið illa út í leiknum, líkt og hann væri eitthvað þreyttur. „Hann var bara ekki tengdur. Mér fannst athyglisvert að það væri verið að nudda öxlina hjá honum þegar hann settist á bekkinn. Getur það ekki skipt máli ef hann er eitthvað tæpur í öxl, það auðvitað truflar skotið.“ Klippa: DeAndre Kane sló met Teits Örlygssonar Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira