„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 22:17 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. „Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum