„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 21:45 Frank Booker einbeittur á vítalínunni Vísir/Pawel Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira