Þjálfarakapall knattspyrnusumarsins 2024: Hver tekur við Brighton, Bayern, Chelsea eða þá Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 10:01 Þessir fjórir eru orðaðir við fjölda liða en þrír af þeim fara atvinnulausir inn í sumarið. Vísir/Getty Images Það virðist sem þjálfarakapall ársins ætli að vera sá lengsti í manna minnum. Nú þegar eru Chelsea, Bayern München og AC Milan í þjálfaraleit, Manchester United gæti farið sömu leið og þá er fráfarandi þjálfari Brighton & Hove Albion gríðarlega eftirsóttur. Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti