LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:30 LaMelo Ball er sagður keyra glannalega sem og alltof hratt. Eric Espada/Getty Images Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins. Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Frá þessu er greint á hinum ýmsu miðlum, þar á meðal ESPN og The Athletic. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í október á síðasta ári en nú sé búið að leggja fram kæru. Hinn 22 ára gamli LaMelo var að yfirgefa heimavöll Hornets-liðsins eftir að taka þátt í sérstökum stuðningsmannadegi. Hann var að keyra frá leikmannainngangi vallarins þar sem stuðningsfólk beið í von um eiginhandaáritun. A family has filed a lawsuit alleging LaMelo Ball drove over and broke the foot of their 11-year-old son who wanted an autograph after a Hornets fan event in October, per @wsoctv The boy's mom says Ball never signed anything before driving offMore here:… pic.twitter.com/kwij96Z0Mu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2024 Þar á meðal var Tamaria McRae og 11 ára sonur hennar, Angell Joseph. Nálguðust þau bíl LaMelo þar sem hann var stopp á umferðarljósi við innganginn. Þegar ljósið varð grænt er LaMelo sagður hafa „gefið óvænt verulega í“ með þeim afleiðingum að hann keyrði yfir fót hins 11 ára gamla Angell Joseph. Í lögsókninni kemur fram að Angell Joseph hafi orðið fyrir alvarlegum og sársaukafullum meiðslum, á hann að hafa fótbrotnað við áreksturinn. Í lögsókninni segir einnig að Hornets þurfi að gera betur er kemur að öryggi gangandi vegfarenda við leikmannainngang Spectrum-hallarinnar. Fjölskyldan vill fá yfir 25 þúsund Bandaríkjadali (3.475.000 íslenskar krónur) í skaðabætur frá LaMelo og Hornets. Bæði Hornets og umboðsmaður LaMelo vildu ekki tjá sig um málið. Hornets valdi LaMelo með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2020. Hann tók þátt í stjörnuleiknum árið 2022 og var með 24 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst að meðaltali á yfirstandandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira