Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 17:50 Mikill skortur á kjörgögnum kom í ljós þegar mætt var að kjósa. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma. Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrátt fyrir að til hafi staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla til forseta Íslands færi fram milli ellefu og eitt að staðartíma í gær á Tenerife hafi margir þurft frá að hverfa sökum skorts á kjörseðlum. Að sögn utanríkisráðuneytisins sé lagt mat á hversu margra kjörseðla sé þörf í aðdraganda hverra kosninga sem byggir meðal annars á fjölda kjósenda í fyrri kosningum. Þó virðist sem fjöldi Íslendinga sem dvelur nú á Spáni hafi verið vanmetinn. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu sem var birt á heimasíðu þess í dag að það hafi þegar sent viðbótarkjörseðla í forgangi til hlutaðeigandi kjörræðismanna á Spáni. Einnig er starfsmaður ráðuneytisins á leiðinni til Kanaríeyja til að aðstoða við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Ræðismenn Íslands á Spáni hafa, í samráði við ráðuneytið, ákveðið að bjóða upp á sérstaka kjörfundi á suðurhluta Gran Canaría milli klukkan tíu og tvö á morgun og á suðurhluta Tenerife á fimmtudag, föstudag og laugardag milli klukkan tíu og tvö að staðartíma. Nánari staðsetningum kjörfundanna verði komið á framfæri á Facebook innan tíðar. Auk þess verði áfram hægt að greiða utankjörfundaratkvæði á ræðisskrifstofum Íslands á Spáni á hefðbundnum opnunartíma.
Forsetakosningar 2024 Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira