Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 09:26 Myndin af Rinehart er efst fyrir miðju. epa/Lukas Coch Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið. Ástralía Myndlist Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið.
Ástralía Myndlist Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira