Hundahvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 07:01 Derrick Nnadi fagnar eftir sigur í Ofurskálinni árið 2020. Skömmu síðar höfðu 109 hundar verið ættleiddir þökk sé Nnadi. Elsa/Getty Images Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár. Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei. NFL Hundar Dýr Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei.
NFL Hundar Dýr Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira