Gamli Íslandsvinurinn kraftaverkamaður í Mainz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:00 Bo Henriksen fagnar eftitr sigur Mainz um helgina en liðið hélt sæti sínu í deildinni þökk sé frábæru gengi eftir að hann tók við. Getty/Selim Sudheimer Það muna eflaust einhverjir eftir Bomber Bo, Dananum Bo Henriksen, sem spilaði með þremur íslenskum félögum á árunum 2005 til 2006. Nú er kappinn að gera góða hluti sem þjálfari og er kallaður kraftaverkamaður í Mainz. Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira