Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2024 21:04 Reynir Þrastarson, sem er leigutaki í Hítará í Borgarbyggð, segir fuglasafnið alltaf vekja mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins þar sem veiðihúsið Lundur stendur en Jóhannes á Borg eins og hann var alltaf kallaður byggði húsið á árbakkanum. Í húsinu er glæsilegt fuglasafn, sem Jóhannes átti en hann lést 1968. Hítará afmarkar Mýrasýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu. „Þetta fuglasafn er frá Jóhannesi á Borg en hann safnaði þessum fuglum í áraraðir þegar hann var leigutaki hér í Hítará frá 1940 til 1965. Félagi hans, Kristján uppstoppari á Akureyri stoppaði megnið af þessu upp fyrir Jóhannes,” segir Reynir Þrastarson, leigutaki í Hítará. Fuglasafn Jóhannesar á Borg í veiðihúsinu í Hítará er glæsilegt í alla staði og er líklega stærsta einkasafn sinnar tegundar á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið er allt hið glæsilegasta. „Já, þetta er eitt stærsta fuglasafn í einkaeigu á Íslandi held ég. Og núna á veiðifélagið safnið eftir að það keypti húsið af Jóhannesi og hefur haldið þessu nokkuð vel við og til dæmis með þennan Geirfugl, sem er hér á bak við þig, sem er gervi, hann vekur alltaf mikla athygli en því miður höfum við ekki pláss fyrir Haförninn, sem er úti í öðru húsi,” segir Reynir. Geirfuglinn á safninu vekur alltaf mikla athygli gesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að fólk hafi alltaf jafn gaman af því að skoða fuglasafnið og það geti varið löngum tíma í að virða fuglana fyrir sig og njóta þess að berja þá augum. En getum fólk komið og skoðað eða er þetta bara fyrir ykkar viðskiptavini? „Já þetta er í rauninni bara fyrir okkar viðskiptavini og er bara hluti af þessari umgjörð, sem er í Hítará. Fólk verður kjaftstopp þegar það sér safnið, það er bara þannig,” segir Reynir. Það er alltaf eitthvað um hópa, sem koma á Hítará og fá þá skemmtilega frásögn frá Reyni um staðinn og fuglasafnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú styttist óðum í að veiðin hefjist í Hítará. „Já, það er um mánuður en við byrjum 17. júní og það verður mikill spenningur þegar það gerist og alltaf gaman. Það er allt uppselt og bókað hjá okkur í sumar”, segir Reynir að lokum. Veiði hefst í Hítará 17. júní og er búið að selja öll leyfi í ána í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Fuglar Lax Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira