Fyrir tímabilið var Brest spáð falli, enda leikur liðið á næstminnsta velli deildarinnar og launakostnaður félagsins nemur um 5 prósentum þess sem franska stórveldið PSG greiðir.
Þrátt fyrir það er liðinu nú þegar búið að takast að tryggja sér í það minnsta fjórða sæti deildarinnar og sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.
Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og á enn möguleika á því að koma sér upp fyrir Hákon Arnar Haraldsson og félaga hans í Lille með sigri í lokaumferðinni gegn Tolouse. Til Brest takist að stela þriðja sætinu, og þar með beinu sæti í Meistaradeild Evrópu, þarf liðið að ná í betri úrslit en Lille, sem mætir Nice, í lokaumferðinni.
Brest are heading for Champions League football for the first time and it might just be the greatest underdog story in Europe this season ✨ pic.twitter.com/x3oPx3BWXH
— B/R Football (@brfootball) May 16, 2024
Það sem gerir árangur Brest enn áhugaverðari er að besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi er áttunda sæti, en liðið náði þeim árangri fyrir tæpum 40 árum.
„Evrópukeppni? Já, við munum spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við sögðum frá því fyrir tímabilið og við erum á réttri leið,“ grínaðist þjálfarinn Eric Roy eftir fyrstu tvo sigra tímabilsins.