Reus kvaddi með draumamarki og Leverkusen kláraði tímabilið ósigrað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 15:33 Liðsfélagar Marcos Reus báru hann á kóngastól eftir að hann skoraði gegn Darmstadt í dag, í sínum síðasta heimaleik fyrir Borussia Dortmund. getty/Dean Mouhtaropoulos Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum þýsku úrvalsdeildina sem lauk í dag. Einn dáðasti sonur Borussia Dortmund kvaddi með marki beint úr aukaspyrnu í síðasta heimaleiknum. Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira