Reus kvaddi með draumamarki og Leverkusen kláraði tímabilið ósigrað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 15:33 Liðsfélagar Marcos Reus báru hann á kóngastól eftir að hann skoraði gegn Darmstadt í dag, í sínum síðasta heimaleik fyrir Borussia Dortmund. getty/Dean Mouhtaropoulos Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum þýsku úrvalsdeildina sem lauk í dag. Einn dáðasti sonur Borussia Dortmund kvaddi með marki beint úr aukaspyrnu í síðasta heimaleiknum. Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz Þýski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Þýski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti