Þorsteinn valdi þrjá nýliða fyrir mikilvæga leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 13:10 Katla Tryggvadóttir er einn af þremur nýliðum í íslenska hópnum. Getty/Harry Murphy Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira