Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2024 22:22 Kevin Spacey dauðlangar að fá að leika á ný jafnvel þó nýjar ásakanir hafi verið lagðar fram. Ernesto Ruscio/Getty Images) Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið. „Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina. Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina.
Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30
Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20