Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2024 11:03 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, í viðtalinu umdeilda á Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Fleiri fréttir Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Sjá meira
Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Fleiri fréttir Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33