Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. maí 2024 16:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Knattspyrnumenn og þjálfarar hafa í auknum mæli undanfarin ár kvartað undan leikjaálagi. Fjölgun landsleikja, endurtekning bikarleikja og breytingar á mótafyrirkomulögum hafa almennt ekki notið góðs hljómgrunns. FIFA ákvað svo í desemeber á síðasta ári að auka enn á álagið með því að stækka HM félagsliða og fjölga liðum í keppninni. Samtök atvinnumannadeilda (World Leagues Association) og samtök atvinnufótboltamanna (FifPro) sendu FIFA bréf á dögunum þar sem sambandinu var hótað lögsókn ef verður af fyrirhugaðri stækkun og fjölgun. Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig málið á þingi sambandsins í Bangkok í dag. Hann sagðist vona að WLA og FifPro hætti þessu „tilgangslausa þrasi“. „Jafnvel ef talið er með nýja HM félagsliða þar sem 32 lið leika samtals 63 leiki á fjögurra ári fresti, þá er FIFA ekki að skipuleggja nema um 1 prósent leikja á heimsvísu. Allir aðrir leikir, 98-99 prósent er skipulagt af ykkur - sem er gott.“ „Svo er það málið, að þessi 1 eða 2 prósent leikja sem FIFA skipuleggur fjármagnar fótboltann út um allan heim.“ FIFA hefur alltaf haldið því fram að sérstakt tillit sé tekið til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. Það má því vænta aðgerða frá WLA og FifPro en í bréfi sambandsins sagði: „Ef FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira