Fermín López skoraði bæði mörk Börsunga í kvöld. Það fyrra kom á 14. mínútu og það síðara á 67. mínútu. Hinn 17 ára gamli Hector Fort lagði upp fyrra markið meðan reynsluboltinn Sergi Roberto lagði upp að síðara.
Barcelona er með 79 stig að loknum 36 leikjum, fjórum meira en Girona þegar tvær umferðir eru eftir. Real Madríd er á toppnum með 93 stig og Almería situr sem fastast á botninum með 17 stig.